2010: Fjórðungur banaslysa í umferðinni á Suðurnesjum
Átta manns létust í umferðarslysum á Íslandi á síðasta ári, sem er það fæsta frá árinu 1968. Af þessum átta einstaklingum létust tveir í umferðarslysi í Reykjanesbæ þann 24. apríl sl.
Síðasta áratuginn hafa að meðaltali 22-23 einstaklingar látist á ári hverju í umferðarslysum. Árið 2006 létust 31 einstaklingur en síðan þá fækkaði árlegum banaslysum í fimmtán árið 2007, tólf árið 2008 og sautján árið 2009. Árið í fyrra sker sig síðan úr með átta banaslys en þar af urðu tvö þeirra síðari hluta desember.
Mynd: Frá vettvangi umferðarslyss þar sem tvær 18 ára gamlar stúlkur létust í Reykjanesbæ.