Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

200 nýjar íbúðir í útleigu hjá Keili
Föstudagur 18. júlí 2008 kl. 14:08

200 nýjar íbúðir í útleigu hjá Keili


Keilir hefur hafið úthlutun á 200 nýjum íbúðum fyrir háskólanema sem bætast við þær 500 sem þegar eru í útleigu. Sífellt fleiri búa nú í stúdentaþorpinu á Vallarheiði sem er stærsta „kampussamfélag“ á landinu en í ágústlok má gera ráð fyrir að íbúafjöldi þar verði um 1700 manns. Á Vallarheiði er starfræktur leikskóli, verslun, íþróttamistöð, félagsmiðstöð fyrir unglinga, verslun og veitingastaður. Í haust opnar annar leikskóli og grunnskóli á vegum Reykjanesbæjar. Keilissvæðið er tengt við háskóla á höfuðborgarsvæðinu með tíðum hraðstrætóferðum. Fargjald þar er innifalið í leiguverð íbúða.

Nýju íbúðirnar eru staðsettar í svokölluðu Hlíðarhverfi og eru 3-5 herbergja, 95-150 fermetrar að stærð. Nú er unnið að aðlögun þeirra að íslensku rafmagnskerfi í samræmi við lög nr. 135/2007 um notkun raflagna og raffanga á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Þær verða afhentar nýjum leigutökum í ágústlok.

Starfsmenn Keilis vinna þessa dagana við að úthluta íbúðunum og mun því ljúka á næstu dögum. Upplýsingar um má finna á www.keilir.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024