Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

200 hreindýr til yndisauka á Reykjanesi
Fimmtudagur 15. október 2009 kl. 08:26

200 hreindýr til yndisauka á Reykjanesi

Ferðamálasamtök Suðurnesja vilja sjá allt að 200 hreindýr á Reykjanesskaganum til yndisauka og til að bæta upp frekar fátæklegt dýralíf á heiðum Reykjanessskagans. Þetta kom fram á aðalfundi Ferðamálasamtaka Suðurnesja um helgina.


Kristján Pálsson, formaður FSS, sagði á fundinum að samtökin telji að hér ætti að vera í lagi að setja niður stofn með 100-200 dýrum.


Fyrsta hreindýrahjörðin sem náði að tímgast á Íslandi var sett á land í Straumsvík árið 1777.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Ekki er annað að sjá en dýrin hafi lifað góðu lífi hér og haft nóg æti þrátt fyrir mjög erfitt árferði með Móðuharðindunum og frostavetrum. Af mannavöldum var dýrunum útrýmt og sást síðasta dýrið á Reykjanesinu 1930,“ sagði Kristján á fundinum.