Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

200 fjölskyldur fengu matargjafir hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ
Föstudagur 10. desember 2010 kl. 13:46

200 fjölskyldur fengu matargjafir hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ

Hátt í 200 fjölskyldur af Suðurnesjum þáðu mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem opnaði starfsstöð í Reykjanesbæ í gær - fyrsta daginn sem starfsstöðin var opin.

Þetta er önnur úthlutunarstöðin sem Fjölskylduhjálpin opnar utan höfuðborgarsvæðisins en í nóvember var opnuð starsfsstöð á Akureyri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftirspurn eftir aðstoð er mikil á Suðurnesjum, því þegar fyrsta matarúthlutunin hófst, klukkan fjögur í gær hafði myndast biðröð fyrir utan og voru um 150 manns í röðinn um kl. 16:30 í gær. Opið var fyrir úthlutun milli kl. 16-18 í gær og verður úthlutað í Reykjanesbæ á fimmtudögum í vetur. Eftir hálft ár verður staðan endurmetin.

Mynd: Biðröð utan við starfsstöð Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi