Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

200.000 króna fundarlaun vegna Tinnu
Tinnu er sárt saknað. Hún er með þunnan feld og því mikilvægt að hún finnist sem fyrst.
Mánudagur 2. janúar 2017 kl. 11:10

200.000 króna fundarlaun vegna Tinnu

- Tíkin Tinna týndist í Keflavík aðfararnótt 29. desember

Tíkin Tinna var í pössun í Keflavík yfir jólin og týndist aðfararnótt 29. desember. Tinnu er sárt saknað og  hafa eigendur hennar, þau Andrea Björnsdóttir og Ágúst Ævar Guðbjörnsson, leitað ásamt fjölskyldu og vinum að henni víða um Suðurnesin. Þau búa í Reykjavík og því þekkir Tinna lítið til hér á Suðurnesjum og ratar að öllum líkindum ekki heim.

Tinna er af blönduðu kyni en lík Mini Schnauzer í útliti. Hún er með þunnan feld og segir Andrea því áríðandi að Tinna finnist sem fyrst. Eigendurnir hafa heitið því að greiða 200.000 krónur til þess sem finnur Tinnu. Þau biðja fólk um að kíkja í garða sína því líklegt er að Tinna hafi einhvers staðar leitað skjóls fyrir kulda. Símanúmerin hjá Andreu og Ágústi eru 615-6056 og 846-6613 og er fólk beðið um að hafa samband finnist Tinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Spor, sem talin, voru eftir Tinnu fundust við Voga á Vatnsleysuströnd og eltu Andrea og Ágúst þau í gær en án árangurs. Við leitina urðu þau viðskila og sími Andreu varð straumlaus og gat hún því ekki látið vita af sér í tvo til þrjá tíma. Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru því kallaðar út að leita hennar og segir Andrea það hafa verið mjög miður. Hún skilaði sér svo sjálf til byggða í Vogum og gat látið vita af sér. 

Meðlimir Facebook-síðunnar Hundasamfélagið hafa skipulagt leit í dag og munu nokkrir hópar fara saman yfir afmörkuð svæði á Suðurnesjum og leita Tinnu.