20 til 30 villikettir veiddir í Grindavík
Grindvíkingar eru hvattir til þess að örmerkja og skrá ketti sína en nú stendur yfir átak í því að fækka villiköttum og ómerktum köttum. Búið er að veiða milli 20 og 30 villiketti síðustu vikur í bænum en þeir eru geymdir í 7 daga hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja áður en þeim er lógað.
Ef bæjarbúar telja að það sé villiköttur í nágrenni við hús þeirra er hægt að hafa samband við Grindavíkurbæ og óska eftir að það verði sett niður búr til þess að veiða köttinn.