20 ökumenn kærðir
Frá því á mánudag hafa 20 ökumenn á Suðurnesjum verið kærðir í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Kærurnar eru flestar tilkomnar vegna hraðaksturs ökumanna, en einnig hafa ökumenn verið kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til lögbundinnar skoðunar. Á þriðjudagskvöld var ökumaður kærður á Reykjanesbraut þar sem hann mældist á 130 km. hraða, en eins og flestir vita er hámarkshraði þar 90 km.