20 ÁRA AFMÆLI TG
Tónlistarfélag Gerðahrepps fagnaði 20 ára afmæli sl. föstudagskvöld með kaffisamsæti í Samkomuhúsinu í Garði. Fjölmenni var í hófinu og var boðið upp á menningarlega dagskrá.Meðal tónlistaratriða má nefna trompetleik Eddu Rutar Björnsdóttur við undirleik Esterar Ólafsdóttur. Einnig komu fram Guðbjörg Jóhannesdóttir sem lék á píanó og Hjördís Einarsdóttir sem sem söng lög við undirleik Esterar Ólafsdóttur.Halldóra Jóna Sigurðardóttir, formaður félagsins rakti sögu þess en þar kom fram að upphafskonur félagsins eru þær Edda Karlsdóttir og Kristjana Kjartansdóttir. Þær voru heiðraðar ásamt Jónu Hallsdóttir, Kristínu Guðmundsdóttur og Soffíu Ólafsdóttur. VF-myndir: hbb