Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

2 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll
Þriðjudagur 17. janúar 2012 kl. 09:29

2 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll

Flugfarþegum fjölgaði á öllum stærstu flugvöllum á Norðurlöndunum, hvergi þó meira í prósentum talið en á Keflavíkurflugvelli, þar sem fjölgun farþega nam tæpum 18%. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegar rúmlega tvær milljónir og fjölgaði þeim um 17,9 %.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flestir lögðu leið sína um Kastrup í Kaupmannahöfn, eða 23 milljónir farþega. En þar var aukningin aftur á móti minnst. Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is.

Flugvöllur - Fjöldi farþega 2011 - Aukning í %
1. Keflavíkurflugvöllur 2,1 milljón 17,9%
2. Vantaa í Helsinki 14,9 milljónir 15,5%
3. Arlanda í Stokkhólmi 19,1 milljón 12%
4. Gardermoen í Ósló 21,1 milljón 10,5%
5. Kaupmannahafnarflugvöllur 22,3 milljónir 5,7%