199 atvinnulausir í lok apríl
Alls voru 199 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í lok apríl mánaðar. Þetta er sama tala og var í seinasta mánuði, en 10 konum fækkaði á atvinnuleysisskrá á meðan 10 karlar bættust við. Alls eru 87 karlar á skrá og 112 konur samkvæmt skýrslu sem að Vinnumálastofnun hefur gefið út. Hlutfallslegt atvinnuleysi er alls 2.2% af mannafla á Suðurnesjum.Á sama tíma í fyrra voru samtals 75 á skrá hjá Vinnumálastofnun þannig að milli ára hefur atvinnuleysi hækkað um meira en 100% á Suðurnesjum.