Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

195 milljóna króna rekstrarafgangur í Grindavík
Bæjarstjórn Grindavíkubæjar þegar hún tók á móti Ungmennaráði bæjarins á dögunum.
Mánudagur 4. maí 2015 kl. 10:00

195 milljóna króna rekstrarafgangur í Grindavík

Engin ný lán tekin í fyrra.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum hjá Grindavíkurbæ eru 8.174,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.517,6 milljón króna. Greint er frá þessu á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 

Lilja Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG kom á bæjarstjórnarfund hjá Grindavíkurbæ á dögunum og fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársins 2014 og svaraði fyrirspurnum á fundinum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rekstrarniðurstaða A-hluta var afgangur að fjárhæð 125,1 milljón króna. Áætlun gerði ráð fyrir 34,3 milljónum króna í rekstrarhalla. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 194,5 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 4,4 milljónum króna í rekstrarafgang. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 207,0 milljónum króna yfir áætlun. Vegna lægri verðbólgu en áætlað hafði verið eru verðbótagjöld 20,7 milljónum lægri en áætlun gerði ráð fyrir.

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru:

- Útsvar og fasteignaskattur eru 63,4 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 84,3 milljón króna hærri en áætlun.

- Aðrar tekjur eru 59,3 milljónum króna hærri en áætlun.

- Laun- og launatengd gjöld eru 37,9 milljónum króna hærri en áætlun.

- Annar rekstrarkostnaður er 10,6 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

- Afskriftir eru 12,6 milljónum króna lægri en áætlun.

- Fjármagnsliðir eru 18,8 milljónum króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 8.174,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.517,6 milljón króna. Lífeyrisskuldbinding er um 483,6 milljón króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 19,7 milljónir króna. Langtímaskuldir eru 743,1 milljón króna og þar af eru næsta árs afborganir26,9 milljónir króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 6.657,3 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 81,4%.

Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 62% af reglulegum tekjum. Þar af eru 20% vegna skuldar sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. en sú skuld er 492,9 milljónir króna og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf.

Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í A-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. Í A- og B-hluta er skuldaviðmiðið 6,6%

Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 400,7 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 16,5% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 222,3 milljónir króna.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2014, 806,3 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 789,6 milljónum króna. Helstu frávik frá áætlun eru vegna fjárfestingar í gatnagerð og lægri tekjum vegna gatnagerðargjalda.

Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 49,2 milljónir króna.

Handbært fé lækkaði um 289,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 589,7 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2014 var 1.297,4 milljónir króna.

Samþykkt var samhljóða að vísa ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2014 til síðari umræðu í bæjarstjórn.