19 rútur við Bláa lónið
Rútubílastæðin við Bláa lónið - heilsulind voru vel nýtt í dag en 19 rútur voru lagðar á bílastæðinu um hádegisbilið.
Ástæðan er sú að bresku skemmtiferðaskipin Sea Princess og Aurora liggja nú við Reykjavíkurhöfn með um 1400 farþega um borð. Farþegum var boðið upp á ferð í Bláa lónið - heilsulind þar sem þeir nutu þess að skoða sig um og baða sig í lóninu og í sólinni, sem skín skært í heilsulindinni í dag.
Einnig er búist við mikið af gestum nú um helgina þar sem heilsulindin á 6 ára afmæli á morgun.