189 athugasemdir bárust frá 296 einstaklingum
Reykjanesbæ bárust samtals 189 athugasemdir frá 296 einstaklingum vegna fyrirhugaðrar byggingar iðnaðarhverfis í svokölluðu Borgarhverfi ofan byggðarinnar í Keflavík.Athugasemdafrestur var til og með 9. nóvember 2001 og var áskilið að athugasemdir skulu vera skriflegar og berast bæjarstjóra. Engin athugasemd kom sérstaklega um breytingu á aðalskipulagi. Engin athugasemd kom sérstaklega vegna deiliskipulags. Hins vegar komu 183 staðlaðar athugasemdir með yfirskriftinni "Mótmæli við tillögu um iðnaðarhverfi á opnu svæði ofan Keflavíkur". Fleiri en einn einstaklingur skrifar undir á sumum skjalana, en búsettir í sama húsi. Þá bárust þrjár athugasemdir á stöðluðum skjölum en með frekari áherslu á einstök atriði. Eitt skjal undirritað af tveimur aðilum búsettum í sama húsi með eftirfarandi texta; "Við undirrituð mótmælum byggingu Borgarhverfis". Eitt skjal barst með einni undirskrift og eftirfarandi texta; "Ég mótmæli iðnaðarbyggð í Borgarhverfi Reykjanesbæjar".