Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

180 kannabisplöntur teknar í Sandgerði
Föstudagur 3. apríl 2009 kl. 14:20

180 kannabisplöntur teknar í Sandgerði

Lögreglan á Suðurnesjum upprætti kannabisframleiðslu í Sandgerði í fyrrinótt þegar ráðist var til inngöngu í íbúðarhúsnæði við Brekkustíg. Teknar voru 180 plöntur á ýmsum stigum. Margar þeirra voru fullvaxnar, en aðrar sem græðlingar. Einn maður var handtekinn í tengslum við málið. Nánari frétta af málinu er að vænta síðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd úr safni.