Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

180 einstaklingar í einangrun á Suðurnesjum um jólin
Fimmtudagur 23. desember 2021 kl. 10:37

180 einstaklingar í einangrun á Suðurnesjum um jólin

Á síðustu sjö sólarhringum hafa verið tekin um 2600 sýni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á Iðavöllum í Keflavík. Þar af voru 180 einstaklingar sem reyndust með Covid og verða í einangrun yfir jól og jafnvel áramót.

Alls fengu 1250 einstaklingar örvunarbólusetningu á Suðurnesjum í vikunni. Tekið verður hlé á bólusetningum til 5. janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Opnunartími í Covid Sýnatökur og bólusetningar á Iðavöllum 12a yfir jól og áramót:

24. desember, aðfangadagur – opið frá 8:30 til 10:00

25. desember, jóladagur – Lokað

26. desember, Annar í jólum – opið frá 8:30 til 10:00

31. desember, gamlársdagur – opið frá 8:30 til 10:00

1. janúar – Lokað

2. janúar – opið frá 8:30 til 10:00

Aðra daga eru hefðbundnir opnunartímar.

Ekki er lengur boðið uppá hraðpróf vegna viðburða á Iðavöllum. Það er hægt að fá hjá Öryggismiðstöðinni. Önnur hraðpróf en vegna viðburða eru tekin á Iðavöllum.

Athugið!

Opið verður í hraðpróf hjá Öryggismiðstöðinni, Aðalgötu 60 Keflavík alla daga. Sjá nánar á testcovid.is

Opið verður í einkennasýnatökur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34 flesta daga, sjá heilsugaesla.is

Covid- bólusetningar

Engar bólusetningar verða á Iðavöllum milli jóla og nýárs.

Opnað verður aftur fyrir covid bólusetningar eftir hádegi miðvikudaginn 5. janúar

Athugið!

Opið verður í bólusetningar í Laugardalshöll í Reykjavík á milli 10:00 og 12:00 alla daga milli hátíða nema gamlársdag.