18 umferðaróhöpp undanfarna daga
Átján umferðaróhöpp hafa verið bókuð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Í flestum tilvikum átti hálka sinn þátt í óhöppunum, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Þrjár bílveltur urðu á Reykjanesbraut. Þá varð þriggja bíla árekstur á Njarðvíkurbraut og kvartaði ökumaður einnar bifreiðarinnar undan verkjum í baki og hálsi. Fór hann til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögregla vill minna ökumenn á að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni.