Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

18 slökkviliðsmönnum sagt upp hjá Varnarliðinu
Miðvikudagur 29. september 2004 kl. 16:40

18 slökkviliðsmönnum sagt upp hjá Varnarliðinu

Átján slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli munu missa vinnuna sína á næstunni.  Fjórtán hafa þegar fengið uppsagnarbréf og er búist við því að fjórum í viðbót verði sagt upp störfum á næstu dögum.

Augljóslega munu þessar aðgerðir Varnarliðsins hafa þó nokkur áhrif á atvinnulíf hér á svæðinu en einnig á aðstöðu og vinnuálag þeirra slökkviliðsmanna sem eftir eru, en fyrir uppsagnir störfuðu 100 slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli.

Þessar uppsagnir eru í takt við þróunina í þessum efnum en hátt í 200 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Varnarliðinu síðan á síðasta ári.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, sagði í viðtali við Fréttablaðinu í dag að uppsagnirnar væru liður í hagræðingaraðgerðum hjá flotadeild Varnarliðsins og gat ekki útilokað að til frekari uppsaga kæmi. Vildi hann ekki tjá sig frekar um þau mál.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024