18 slökkviliðsmönnum sagt upp hjá Varnarliðinu

Augljóslega munu þessar aðgerðir Varnarliðsins hafa þó nokkur áhrif á atvinnulíf hér á svæðinu en einnig á aðstöðu og vinnuálag þeirra slökkviliðsmanna sem eftir eru, en fyrir uppsagnir störfuðu 100 slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli.
Þessar uppsagnir eru í takt við þróunina í þessum efnum en hátt í 200 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Varnarliðinu síðan á síðasta ári.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, sagði í viðtali við Fréttablaðinu í dag að uppsagnirnar væru liður í hagræðingaraðgerðum hjá flotadeild Varnarliðsins og gat ekki útilokað að til frekari uppsaga kæmi. Vildi hann ekki tjá sig frekar um þau mál.