Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

18 ökumenn auka tekjur ríkissjóðs
Föstudagur 9. nóvember 2007 kl. 09:49

18 ökumenn auka tekjur ríkissjóðs

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Suðurnesjalögreglu í gær, sá er hraðast ók mældist á 134 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.  Ellefu ökumenn voru teknir fyrir sömu sakir í fyrradag þannig sektargreiðslur þær sem þessir 18 ökumenn þurfa að greiða nema vel á aðra milljón króna. Einn ökumaður var kærður grunaður um ölvun við akstur á Hringbraut í Reykjanesbæ.
12 ára gamall drengur hjólaði harkalega á bifreið í gærdag.  Drengurinn skall á bifreiðinni og rotaðis við höggið hafa rotast en slapp ómeiddur að öðru leiti, að því er fram kemur í bókun lögreglu.  Hann var ekki með reiðhjólahjálm.  Bifreiðin skemmdist mikið við óhappið.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024