18 mánaða börn á leikskóla í Sandgerði
 Viðbygging við leikskólann í Sandgerði verður tekin í notkun 15. mars n.k.
Viðbygging við leikskólann í Sandgerði verður tekin í notkun 15. mars n.k. Á heimasíðu Sandgerðisbæjar kemur fram að með stækkun leikskólans munu breytingar verða á rekstri.Boðið verður upp á heildagsvistun og stefnt er að því að geta tekið inn börn frá 18 mánaða aldri. Börnin munu fá allan mat gegn fæðisgjaldi.
Í viðbyggingunni er ný deild, salur, fataklefar, eldhús og starfsmannaaðstaða. Byggingin verður afhent 2. mars n.k.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				