Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

18 ára aldurstakmark í ljósabekki í Garði?
Laugardagur 12. september 2009 kl. 12:43

18 ára aldurstakmark í ljósabekki í Garði?

Yngri en 18 ára eiga ekki erindi í ljósabekki íþróttamiðstöðvarinnar í Garði verði tillaga íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsnefndar Sveitarfélagsins Garðs samþykkt. Nefndin leggur tillögu fyrir bæjarráð þess efnis að aldurstakmarkið verið sett á notkun ljósabekkja.

Nefndin vill hins vegar auglýsa betur önnur tilboð fyrir þennan aldurshóp, eins og til dæmis þreksal íþróttamiðstöðvarinnar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024