18 ára aldurstakmark í ljósabekki
Framvegis verður 18 ára aldurstakmark í ljósabekkina í Íþróttamiðstöðinni í Garði, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, og tekur hún gildi þann 20. október næstkomandi. Þeir sem nú þegar eiga kort fá að klára þau.
Þá hefur verið ákveðið að Garðbúar á aldrinum 14 – 20 ára fái 40% afslátt af öllu verði í þrektækjasal. Bent er á að verðskrá íþróttamiðstöðvar hafi ekki verið hækkuð í tvö ár þrátt fyrir verulegar verðhækkanir í þjóðfélaginu.