Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

18 ára á 146 km hraða á Reykjanesbraut
Föstudagur 7. nóvember 2014 kl. 15:00

18 ára á 146 km hraða á Reykjanesbraut

Sektaður um 130 þúsund krónur

Átján ára ökumaður var í gær staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut. Mældist bifreið hans á 146 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hann gekkst við broti sínu. Glæfraaksturinn kostar hann 130 þúsund krónur í sekt, eins mánaðar ökuleyfissviptingu og þrjá punkta í ökuferilsskrá.

Tveir ökumenn til viðbótar voru einnig kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar mældist á 139 km. hraða en hinn á 131 km. hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90. km. á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Loks var ökumaður handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur og staðfestu sýnatökur á lögreglustöð neyslu hans á kannabis.