Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

178 nemendur útskrifaðir frá Keili
Mánudagur 20. júní 2011 kl. 16:01

178 nemendur útskrifaðir frá Keili


Vorútskrift Keilis fór fram í Andrews þann 16. júní sl. að viðstöddu fjölmenni. Vikuna áður hafði Keilir útskrifað 38 nemendur norður á Akureyri en Keilir rekur þar útibú í góðu samstarfi við Símey. Fyrir norðan útskrifuðust 20 ÍAK einkaþjálfarar, 2 ÍAK íþróttaþjálfarar og 16 af Háskólabrú. Á Andrews hlutu 140 nemendur brottfararskírteini:

Háskólabrú 57
ÍAK einkaþjálfari 50
ÍAK íþróttaþjálfari 11
Flugþjónusta 22

Í sumar verða svo brautskráðir nemendur úr atvinnuflugi og Háskólabrú með raungreinaval.

Keilir hefur nú starfað í fjögur ár. Á þeim tíma hafa 902 nemendur hlotið prófskírteini frá Keili þar af 504 af Háskólabrú. Svo skemmtilega vill til að í vor útskrifaðist fyrsti árgangur Háskólabrúar með prófgráðu úr háskóla. Almennt virðist hópurinn standa sig með ágætum.

Fram kom í ræðu Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, líkti námi nemenda við fjallagöngu þar sem hópurinn væri nú kominn upp á einn tindinn en við blöstu þeir næstu. Bað hann nemendur að taka með sér búnað úr námi sínu: vilja, kjark og auðmýkt. Þannig gætu þau glímt við næstu tinda í lífi sínu.

Gunnhildur E. Vilbergsdóttir afhenti skírteini Heilsuskóla, Bryndís Blöndal fyrir flugþjónustu og Soffía Waag Árnadóttir fyrir Háskólabrú.

Verlaun fyrir góðan námsárangur hlutu: Sigríður Arna Ólafsdóttir ÍAK einkaþjálfari, Tinna Stefánsdóttir ÍAK íþróttaþjálfari, Ásdís Sigurðardóttir ÍAK einkaþjálfari frá Akureyri; Vera Vilhjálmsdóttir á Háskólabrú og Andrea Atladóttir af Flugþjónustubraut.

Skemmtileg ávörp fyrir hönd nemenda fluttu þau Sigrún Emma Björnsdóttir, ÍAK einkaþjálfari og Theódóra Svala Vilhjálmasdóttir.

Í upphafi og lok samkomu söng Jógvan Hansen, fyrrum nemandi Keilis, við undirleik Vignis Þór Stefánssonar.

Innritun hjá Keili hefur gengið vel fyrir næstu önn.

Sjá hópmyndina stóra - smellið hér!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024