Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1710 metrar í nýjar sjóvarnir frá 2008
Fimmtudagur 24. október 2013 kl. 09:31

1710 metrar í nýjar sjóvarnir frá 2008

Sjóvarnir hafa verið gerðar nokkuð reglulega á Suðurnesjum á stöðum þar sem landrof er farið að ógna byggð eða mannvirkjum, eða þar sem land er lágt fyrir innan og því hætta á flóðum ef sjávarkamburinn rofnar. Frá árinu 2008 hafa verið gerðir samtals 1710 metrar af sjóvarnagörðum

Árið 2008 var gerður um 520 metra langur sjóvarnagarður við Gerðistanga í Grindavík. Sama ár var lagður um 150 metra nýr sjóvarnagarður í Garði og eldri garður einnig lagfærður. Árið 2008 var einnig byggður 360 metra sjóvarnagarður í Innri Narðvík.

Tveir sjóvarnagarðar, samtals um 200 metrar voru byggðir í Sandgerði árið 2009 og um 180 metrar við Buðlungu í Grindavík. Þá var gerður um 300 metra langur sjóvarnagarður í Höfnum á síðasta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024