Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

17 starfsmenn heiðraðir
Miðvikudagur 16. apríl 2003 kl. 15:45

17 starfsmenn heiðraðir

25 ára starfsaldursviðurkenningar hjá Samkaupum hf

Í húsi Lionsklúbbs Sandgerðis „Efra Sandgerði“ var nú í byrjun apríl haldið kvöldverðarhóf fyrir 6 starfsmenn sem starfað hafa 25 ár hjá fyrirtækinu. Reyndar hlýtur Sigurrós Benediktsdóttir úr Grindavík heiðrun fyrir 35 ára starfsaldur og Birgir Scheving fyrir 40 ára starfsaldur. Aðrir starfsmenn voru Sólveig Einarsdóttir, Ágústína Albertsdóttir, Valgerður Helgadóttir og Ásdís Minný Sigurðardóttir. Guðjón Stefánsson framkvæmdastjóri fór yfir starfsferil starfsmanna og afhenti þeim starfsaldursviðurkenningar.


Sjá hópmyndir af starfsfólkinu sem var heiðrað.

Þá færði Axel Aðalgeirsson formaður starfsmannafélagsins þeim blóm frá starfsmannafélaginu. Að borðhaldi loknu lék 14 ára Sandgerðingur Sigurður Jónsson nokkur lög á harmonikku.

Í tengslum við Verslunarstjórafund sem haldinn var á Hótel Seli við Mývatn í lok febrúar síðastliðnum var kvöldverðarhóf þar sem 11 starfsmenn norðan heiða voru heiðraðir fyrir gifturík störf. Guðjón Stefánsson framkvæmdastjóri rakti í nokkrum orðum starfsferil viðkomandi og afhenti þeim starfsaldurviðurkenningu. Þá færði Axel Aðalgeirsson formaður starfsmannafélags Samkaupa starfsfólkinu blóm.
Þeir sem heiðraðir voru heita Elín Jónasdóttir Húsavík, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Hrafnhildur Grímsdóttir Ólafsfirði, Sigurveig Einarsdóttir, Emma Jónsdóttir og Laufey Ingadóttir Akureyri, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Friðbjörg Jóhannsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir og Valgerður Guðmundsdóttir Dalvík. Þá var Gylfi Björnsson frá Dalvík heiðraður en hann er að ljúka störfum eftir 38 ára farsælan starfsferil. Að borðhaldi loknu fór Friðrik Steingrímsson með gamanmál í bundnu máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024