Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

17. júní í fyrra horf
Sunnudagur 12. mars 2023 kl. 08:00

17. júní í fyrra horf

Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar kynnti framkvæmd 17. júní hátíðarhalda fyrir Menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar á síðasta fundi. Á tímum heimsfaraldurs var sú leið farin að brjóta hátíðarhöldin upp og færa út í hverfi bæjarins. Ljóst er að slíkar aðgerðir eru bæði dýrari og flóknari í framkvæmd en að vera með dagskrá á einum stað. 

Í ljósi fjárhagsramma hátíðarinnar og til að nýta megi fjármagn með sem bestum hætti leggur ráðið til að framkvæmd hátíðarhaldanna fari aftur í fyrra horf og fari fram í skrúðgarðinum við Tjarnargötu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menningar- og atvinnuráð hvetur jafnframt aðrar deildir og stofnanir til þess að koma að 17. júní dagskrá Reykjanesbæjar með beinum hætti.