Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

17 ára grunaður um fíkniefnaakstur
Fimmtudagur 28. desember 2017 kl. 13:35

17 ára grunaður um fíkniefnaakstur

Sautján ára ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrradag, er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var því  færður á lögreglustöð þar sem sýnatökur fóru fram. Forráðamönnum hans og barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málið.
 
Annar ökumaður sem áður hafði verið stöðvaður, einnig vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og var þetta í þriðja sinn sem lögregla hafði afskipti af honum undir stýri.
 
Farþegi í þriðju bifreiðinni sem lögregla stöðvaði reyndist hafa kannabis í fórum sínum. Ökumaður þeirrar bifreiðar viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna fyrir aksturinn.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024