Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

17 ára á 111 innanbæjar
Föstudagur 13. ágúst 2004 kl. 09:47

17 ára á 111 innanbæjar

Um miðnætti í gær voru tveir ungir ökumenn teknir fyrir ofsaakstur á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Drengirnir, sem eru 17 og 18 ára, mældust á 111 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50. Sá yngri var einungis búin að vera með réttindi í rúman mánuð en þeir horfa nú upp á háa sekt og tímabundna ökuleyfissviptingu.

Fyrr um kvöldið fékk lögreglan tilkynningu um lausagöngu sauðfjár við Vogaveg. FulltrúumVatnsleysuhrepps var gert viðvart og segir lögreglan á vef sínum að rétt sé að sauðfjáreigendur kanni hvort kindurnar séu frá þeim.

Í gærkvöld var tilkynnt um tvö minniháttar umferðaróhöpp og einn ökumaður ver tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024