17. júní: Gunnlaugur Karlsson dró fánann að húni
Hátíðardagskrá fór fram í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ í dag þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í blíðskaparveðri. Gengið var undir forystu skáta og lúðrasveitar frá skátaheimilinu, niður Hringbraut og þar niður Aðalgötu.
Þar var hin hefðbundna fánahylling og þetta árið var það Gunnlaugur Karlsson, fyrrum útgerðarmaður sem dró íslenska fánann að húni. Eftir það hófst dagskrá þar sem Fjallkonan steig á stokk, en þetta árið var það Edda Rós Skúladóttir, dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem varð þess heiðurs aðnjótandi.
Ræðumaður dagsins var Ólafur Arnbjörnsson, skóalmeistari.
Skemmtidagskráin var fjölbreytt að vanda og fengu allir eitthvað við sitt hæfi. M.a. söng Karlakór Keflavíkur, Leikfélag Keflavíkur fór með stuttan leikþátt og krakkar úr Myllubakkaskóla fluttu nokkur lög úr söngleiknum „Er kærasti málið?“ sem þau sýndu við miklar vinsældir í vor.
Ljósmyndasafn og myndskeið frá skemmtidagskránni væntanleg á vefinn innan tíðar.
VF-myndir/Hilmar Bragi
Þar var hin hefðbundna fánahylling og þetta árið var það Gunnlaugur Karlsson, fyrrum útgerðarmaður sem dró íslenska fánann að húni. Eftir það hófst dagskrá þar sem Fjallkonan steig á stokk, en þetta árið var það Edda Rós Skúladóttir, dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem varð þess heiðurs aðnjótandi.
Ræðumaður dagsins var Ólafur Arnbjörnsson, skóalmeistari.
Skemmtidagskráin var fjölbreytt að vanda og fengu allir eitthvað við sitt hæfi. M.a. söng Karlakór Keflavíkur, Leikfélag Keflavíkur fór með stuttan leikþátt og krakkar úr Myllubakkaskóla fluttu nokkur lög úr söngleiknum „Er kærasti málið?“ sem þau sýndu við miklar vinsældir í vor.
Ljósmyndasafn og myndskeið frá skemmtidagskránni væntanleg á vefinn innan tíðar.
VF-myndir/Hilmar Bragi