Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

166 brautskráðir af Háskólabrú Keilis á árinu
Frá útskrift Verk- og raunvísindadeildar Háskólabrúar Keilis 17. ágúst. Myndir tók Oddgeir Karlsson
Mánudagur 20. ágúst 2018 kl. 09:48

166 brautskráðir af Háskólabrú Keilis á árinu

Keilir brautskráði sextán nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 17. ágúst. Með útskriftinni hafa alls 166 nemendur lokið Háskólabrú á þessu ári. Um þessar mundir eru tíu ár frá fyrstu útskrift Háskólabrúar Keilis og hafa samtals 1.701 lokið náminu á þessum tíma. Heildarfjöldi umsókna í Háskólabrú í ár er sambærilegur og árið 2017 og er þetta annað árið í röð þar sem metfjöldi umsókna berst í námið.
 
Í hátíðarræðu sinni lagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, áherslu á mikilvægi raun- og tæknigreina í atvinnulífinu og að við gleymum ekki að leggja rækt við þessar undirstöðugreinar sem byggja á og verk- og hugviti fólks. Þessar greinar eru ekki síður mikilvægar í dag þegar hjól atvinnulífsins snúast hraðar en nokkru sinni áður. Með örum breytingum og hraðri þróun er mikilvægt að skólarnir heltist ekki úr lestinni, heldur mæti kröfum og þörfum atvinnulífsins  Með þessum auknu áherslum á vísindi og tækniframfarir væri á sama tíma mikilvægt að gleyma ekki sammannlegum gildum og siðferðilegum grunni okkar allra.
 
Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og stýrði útskriftinni. Þá flutti Selma Klara Gunnarsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Dúx var Sigrún Elísa Magnúsdóttir með 9,59 í meðaleinkunn og fékk hún gjöf frá HS orku og lesbretti frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
 
Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Háskólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám.

 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024