1600 atvinnulausir á Suðurnesjum
1602 eintaklingar eru nú skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum, 866 karlar og 736 konur. Það er heldur minna en í byrjun maí þegar 1890 manns voru á atvinnuleysisskrá. Á landinu öllu eru nú 16, 900 manns skráðir atvinnulausir. Um 20% þeirra eru í hlutastörfum á móti atvinnuleysisbótum.
Atvinnuleysi minnkar venjulega yfir sumartímann en eykst svo aftur á haustin. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar segir í samtali við RÚV í morgun að reikna megi með 9% atvinnuleysi að jafnaði á næsta ári.