160 tonn af járnarusli í umhverfisátaki
Alls söfnuðust 160 tonn af málmum, sem nú eru á leið til endurvinnslu í umhverfisátaki Reykjanesbæjar sem nú er nýlokið. Átakið hófst þann 8. ágúst sl. og stóð til 1. september. Fjallað er um átakið á vefsíðu Vistverndar sem segir það falla vel að verkefninu "vistvernd í verki" sem Reykjanesbær tekur þátt í ásamt Staðardagskrá 21.Markmið átaksins var að hreinsa jaðra Reykjanesbæjar af öllum málmum og öðru rusli sem safnast hefur upp í gegnum tíðina. Átakið var unnið í samvinnu við Njarðtak, Hringrás, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og umhverfissamtökin Bláa herinn og var öll vinna í átakinu gefin í þágu málefnisins. Þá hafa íbúar og fyrirtæki lagt sitt af mörkum og tekið virkan þátt í átakinu.
Árin 1999 og 2000 hreinsaði Blái herinn höfnina í Keflavík fyrir utan þyngri hluti sem sem voru látnir liggja af tæknilegum ástæðum. Á dögunum var látið til skarar skríða og ruslið sem eftir varð tekið með bílkrana. Því miður kom í ljós að talvert af rusli hefur bæst í höfnina frá fyrra átaki m.a. rafgeymar sem eins og flestir vita eru mjög skaðlegir umhverfinu. Það er sorglegt til þess að hugsa að enn skuli finnast menn sem láta slíkt gossa í sjóinn, segir á vefsíðu Reykjanesbæjar.
Árin 1999 og 2000 hreinsaði Blái herinn höfnina í Keflavík fyrir utan þyngri hluti sem sem voru látnir liggja af tæknilegum ástæðum. Á dögunum var látið til skarar skríða og ruslið sem eftir varð tekið með bílkrana. Því miður kom í ljós að talvert af rusli hefur bæst í höfnina frá fyrra átaki m.a. rafgeymar sem eins og flestir vita eru mjög skaðlegir umhverfinu. Það er sorglegt til þess að hugsa að enn skuli finnast menn sem láta slíkt gossa í sjóinn, segir á vefsíðu Reykjanesbæjar.