16 kaupsamningar í september
Alls var 16 fasteignakaupsamningum þinglýst í september í Reykjanesbæ. Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 314 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,6 milljónir króna. Í september 2008 var 26 samningum þinglýst í Reykjanesbæ.
Á sama tíma var 26 samningum þinglýst á Akureyri, tíu á Árborgarsvæðinu og níu á Akranesi.