16 flugmönnum sagt upp störfum hjá Icelandair
Sextán fastráðnum flugmönnum hefur verði sagt upp hjá Icelandair um mánaðarmótin til viðbótar þeim fjörtíu og fjórum sem sagt var upp um síðustu mánaðarmót. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að ástæða uppsagnanna sé sögð vera verkefnisskortur. Þeir fastráðnu flugmenn sem er sagt upp hafa stystan starfsaldur hjá fyrirtækinu.