16 björgunarsveitarmenn frá Reykjanesbæ til leitar
Björgunarsveitin Suðurnes hefur sent þrjá leitarhópa austur á Fimmvörðuháls þar sem stendur yfir leit að sænskum ferðamanni. Í nótt fóru þrír björgunarsveitarmenn frá Suðurnes og þar af einn með leitarhund.
Yfir 200 björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að ferðamanninum sem týndur er á eða við Fimmvörðuháls.
Maðurinn, sem er Svíi, búsettur í Bretlandi, hafði samband við Neyðarlínu kl. 22:21 í gærkvöldi og bað um aðstoð. Þá hafði hann gert nokkrar tilraunir til að hringja en símasamband er stopult á svæðinu og náði hann ekki að tala við neyðarvörð nema í stutta stund.
Sagðist hann hafa lagt í göngu frá Skógum síðdegis í gær, gengið í 6-8 tíma og væri staddur á jökli. Ekki hefur náðst samband við manninn eftir það.
Myndir frá leitinni í dag. Ljósmyndir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.