16 ára ökumaður keyrði útaf
Bifreið lenti í útafakstri á Grindavíkurvegi laust eftir miðnætti í nótt. Ökumaðurinn er aðeins 16 ára gamall en auk hans voru þrír farþegar í bílnum, allt ungt fólk. Farþegarnir voru að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum undir áhrifum áfengis en ökumaðurinn hins vegar ekki en frá þessu er greint á vef mb.isl í dag.
Tveir farþeganna voru fluttir með sjúkrabíl til skoðunar hjá lækni en engin alvarleg meiðsli hlutust vegna atviksins. Bifreiðin er óökufær eftir útafaksturinn og var dregin af slysstað af dráttarbíl.