Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

16 ára ók bíl og var handtekinn með hass og landa
Sunnudagur 15. maí 2005 kl. 10:52

16 ára ók bíl og var handtekinn með hass og landa

16 ára piltur var handtekinn í gærmorgun fyrir að aka réttindalaus. Hafði ökumaðurinn verið að aka greitt á Garðbraut í Garði. Í framhaldi af því máli þá lagði Lögreglan í Keflavík hald á töluvert magn af landa ásamt um 1. gramm af meintu hassi. Önnur tvö ungmenni voru einnig handtekinn en yfirheyrslum yfir hinum handteknu lauk um hádegið. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Í gærdag var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Garðskagavegi. Hann var mældur á 123 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuleyfi en á næturvaktinni var sami aðili staðinn að því að aka sviptur ökuréttindum.

VF-mynd: Hass - myndin er úr myndasafni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024