16 ára og ölvaður keyrði útaf
Umferðaróhapp varð á Garðbraut í Garði aðfararnótt sunnudags Lögreglumenn fóru á vettvang, en þar reyndist vera 16 ára ölvaður ökumaður á ferð ásamt félögum sínum. Hann mun hafa misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á girðingu við Gerðaskóla.
Bifreiðin skemmdist mikið við óhappið og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.
Bifreiðin skemmdist mikið við óhappið og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.