16 ára á rúntinum
Lögregla stöðvaði 16 ára dreng við akstur bifreiðar í Vogum í gærkvöldi. Hann hafði að sjálfsögðu ekki réttindi til akstursins og á eftir að fá sekt fyrir athæfið.
Þá var annar stöðvaður á Reykjanesbraut en sá reyndist sviptur ökuréttindum og sá þriðji var stöðvaður í Reykjanesbæ, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Einnig voru fjórir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og mældist sá er hraðast ók á 132 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.