Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15000 krónurnar leynast víða
Föstudagur 21. mars 2008 kl. 16:23

15000 krónurnar leynast víða

Það er eins og það sé stundað af kappi að henda 15000 krónum á vitlausum stöðum. Ágætur lesandi sendi VF þessa mynd nú áðan. Þessi eðalvagn, Benz af stærri týpunni, er nú að grotna niður nærri vatnsbóli Garðmanna í heiðinni upp af byggðinni í Garði.

Hefði verið farið með bílinn til endurvinnslu hefði fengist fyrir hann 15000 króna skilagjald. Sá sem á bílinn þarf greinilega ekkert á þessum 15000 krónum að halda, heldur lætur bílinn frekar grotna niður yfir vatnsbóli Garðmanna, sem fá þá örugglega að drekka Benzann í framtíðinni, ef ekkert verður að gert.

Þú, sem átt þennan bíl, ert hvattur til að fjarlægja hann, fá 15000 króna endurvinnslugjaldið í eigin vasa og t.d. bjóða þínum nánasta út að borða. Þá má líka láta peninginn renna í gott málefni. Langveik börn væru til í að fá peninginn í sinn sjóð og einnig barna- og unglingastarf íþróttahreyfingarinnar í þínu sveitarfélagi. Ónýtir bílar geta nefnilega gert svo margt gott, fari þeir á rétta staði í stað þess að vera yfirgefnir á víðavangi...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024