1500 kall í Duus
Villa slæddist inn í gjaldskrárauglýsingu Reykjanesbæjar í síðasta blaði þar sem aðgangseyrir í Duus var auglýstur 2.000 krónur. Gjaldið er hins vegar 1.500 krónur.
Bæjarbúar eru hvattir til að nota sér tækifærið núna á meðan sýningin „Verndarsvæði í byggð“ stendur yfir, því þá er ókeypis aðgangur í safnahúsin.