Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

150 þúsund í sekt fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 3. júní 2020 kl. 09:46

150 þúsund í sekt fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut

Tveir ökumenn sem lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið úr umferð á undanförnum dögum vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra kvaðst hafa fundið fíkniefnin sem voru í tveimur pokum og var hann að auki án ökuréttinda. Einn ökumaður til viðbótar var svo handtekinn, einnig grunaður um fíkniefnaakstur.

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur og mældist sá sem hraðast ók á 144 km hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hans bíður 150 þúsunda króna fjársekt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er enn verið að hafa afskipti af ökumönnum sem aka á negldum hjólbörðum eða eru á ótryggðum eða óskoðuðum bifreiðum.