Föstudagur 24. desember 2021 kl. 05:06
150 ára afmæli skólahalds í Vogum verði fagnað næsta haust
Haustið 2022 verður þess minnst að 150 ár eru síðan skólahald hófst á Vatnsleysuströnd. Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga beinir því til bæjarráðs að skipa í vinnuhóp sem hefur það verkefni að undirbúa hátíðahöld til að minnast þess að haustið 2022 verða 150 ár síðan skólahald í hreppnum hófst.