Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

15 til 20 hundar æddu geltandi á móti hlaupurum
Mánudagur 6. júní 2011 kl. 09:07

15 til 20 hundar æddu geltandi á móti hlaupurum

Hópur af hundum, á milli 15 til 20 hundar, æddu geltandi á móti hjónum sem hlupu meðfram hitaveitulögninni frá Grindavík til Fitja í Reykjanesbæ. Þetta gerðist örfáum dögum eftir að hópur hunda réðust á konu á Miðnesheiði og bitu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl


Jóhann Júlíusson símsmiðameistari og eiginkona hans, María Jóhannesdóttir íþróttakennari, hlupu fyrir helgi eftir vegi sem liggur með hitaveitulögn milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Jóhann greinir frá lífsreynslu þeirra hjóna á Facebook-síðu sinni.


Þar segir hann að þau María hafi mætt fólki sem var „með 15 til 20 lausa hunda sem komu æðandi á móti okkur geltandi. Maður varð skíthræddur,“ segir Jóhann sem var kominn með stóran stein í hendurnar tilbúinn að berja þá af sér.


„Fólkið var ekkert að kalla á hundana til sín eða að reyna að hemja þá. Alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki passa betur upp á að setja dýrin sín í taum þegar það mætir öðru fólki,“ segir Jóhann Júlíusson í Facebook-færslunni.


Í síðustu viku varð kona úr Keflavík fyrir því að sautján hundar hópuðust í kringum hana þegar hún fór til eggja á Miðnesheiði. Hún var einnig bitin af hundunum og hlaut nokkur djúp bitsár. Það mál er til meðferðar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25