Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

15 skilríkjafölsunarmál á einum mánuði
Þriðjudagur 11. september 2012 kl. 14:38

15 skilríkjafölsunarmál á einum mánuði

Í ágústmánuði síðastliðnum komu fimmtán skilríkjafölsunarmál upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar,  auk tveggja mála þar sem engin skilríki voru til staðar. Fjöldi fölsunarmála nú er með því mesta sem komið hefur upp á einum mánuði í flugstöðinni.

Það sem af er árinu 2012 hafa 35 fölsunarmál komið upp í Leifsstöð en auk þess hafa fimm einstaklingar komið við sögu sem engin skilríki hafa haft meðferðis. Samtals er því um að ræða 40 mál.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Á sama tímabili 2011 höfðu komið upp  19 mál. Samtals urðu fölsunarmálin 34 talsins, sem upp komu í flugstöðinni á síðasta ári.
 

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025