Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15 ökumenn á hraðferð
Sunnudagur 10. júlí 2005 kl. 12:57

15 ökumenn á hraðferð

15 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík í gær og í nótt.

Lögreglan í Keflavík stöðvaði einn ökumann í gærdag fyrir að aka bifreið sinni sviptur ökuréttindum.

Á Víkurbraut í Grindavík varð árekstur tveggja bifreiða. Lögreglan í Keflavík aðstoðaði  ökumenn við útfyllingu á tjónaformi.  Lítlar skemmdir urðu á ökutækjum.

Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki belti og einn fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar.

Tvö hávaðaútköll bárust lögreglu í nótt  Eitt í heimáhúsi og annað vegna unglinga er voru að leika sér í körfubolta.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024