Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15 mínútna hraðferð milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Fimmtudagur 16. janúar 2014 kl. 08:43

15 mínútna hraðferð milli Keflavíkur og Reykjavíkur?

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, býður til hádegisfyrirlestrar í Offiseraklúbbnum á Ásbrú nk. þriðjudag. Runólfur Ágústsson ráðgjafi mun fjalla um möguleika háhraðalestar á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur á hádegisfyrirlestri í boði Kadeco, þriðjudaginn 21. janúar kl. 12.00–12.45 í Offiseraklúbbnum, Grænásbraut 619.

Á fyrirlestrinum verður velt upp spurningum eins og:

– Er hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur aðeins spurning um tíma?
– Hverju myndi hún breyta fyrir samfélagið á Suðvesturlandi?
– Hvaða þýðingu hefði hún fyrir þróun innanlandsflugs á Íslandi?
– Hvað kostar framkvæmdin og hvernig yrði hún fjármögnuð?
– Hverjir væru tilbúnir að leggja fjármagn í verkið?
– Gæti það borgað sig upp á nokkrum árum?


Fundurinn um Keflavíkurhraðlestina er hluti af þriðjudagsfyrirlestraröð Kadeco, Geopark, Heklunnar, Keilis og Markaðsstofu Reykjaness.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024