Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 3. janúar 2001 kl. 17:18

15% fjölgun íbúa í Vogum

Nýjustu tölur um íbúaþróun á Suðurnesjum frá 1. des. 1996 til 1. des. 2000, sína að mest fjölgun hefur verið í Vogunum eða rúmlega 15%. Íbúar í Vogum voru 670 1996 en eru nú 774.
Að sögn Jóhönnu Reynisdóttir, sveitarstjóra í Vogum, hefur fasteignaverð hækkað um 25-30% á sl. 18 mánuðum en tæplega 30 byggingarleyfi hafa verið gefin út á þeim tíma. Fasteignamat hækkaði um 14% á árinu í Vogum eins og á höfuðborgarsvæðinu. Önnur sveitarfélög á Suðurnesjum hækkuðu um 4%.
Næst mest fjölgun, miðað við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, var í Grindavík eða tæp 7%. Í Grindavík voru íbúar 2,169 en eru nú 2,314. Í Gerðahreppi fjölgaði íbúum um 6%, þar bjuggu 1,140 manns árið 1996 en nú búa þar 1,209 manns. Í Reykjanesbæ fjölgaði íbúum um tæp 5%, en í lok árs 1996 voru íbúar 10,352 en þeim hefur fjölgað um fimmhundruðu einstaklinga og eru orðnir 10,840. Minnst fjölgun var í Sandgerði, eða tæp 4%. Íbúar voru 1,324 en eru nú 1,354.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024