Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15 bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir strand við Helguvík
Frá strandstað í Helguvík um kl. 05 í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi
Laugardagur 3. nóvember 2018 kl. 05:10

15 bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir strand við Helguvík

- myndskeið frá björgunaraðgerðum er með fréttinni

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá flutningaskipi klukkan 00:50 en það hafði strandað utan við varnargarð hafnarinnar í Helguvík. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNA og TF-LIF, voru þegar í stað kallaðar út auk björgunarsveita frá Suðurnesjum og Hafnarfirði. 
 
Varðskipið Týr var einnig sent á staðinn en það var statt undan Þorlákshöfn. TF-GNA tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 1:20 og hóf björgunaraðgerðir skömmu síðar. Laust eftir klukkan 2:00 hafði áhöfn þyrlunnar bjargað öllum 15 um borð, 14 manna áhöfn og íslenskum lóðs.
 
 Á meðan björgunaraðgerðum stóð lamdist skipið við stórgrýttan hafnargarðinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar eru á leið á vettvang með mengunarvarnabúnað og von er á varðskipinu Tý undir morgun.
 
Fréttin verður uppfærð.




 
Skipið á strandstað utan við grjótgarðinn í Helguvík. Myndin er tekin um kl. 02 í nótt.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimmtán mönnum bjargað við Helguvík