15 ára vísað frá skemmtistað á kosninganótt
Nokkur erill var hjá lögreglu á kosninganótt í Reykjanesbæ. Eitthvað var um smá pústra en ekki er vitað um alvarlega áverka. Einn gisti fangageymslu vegna ölvunarástands og tveir voru teknir í nótt, grunaðir um ölvun við akstur.
Þá var 15 ára stúlku vísað út af skemmtistað í Reykjanesbæ og henni ekið heim þar sem móðir hennar tók á móti henni.
Fyrr um kvöldið varð minniháttar umferðaróhapp á Hringbraut, þar sem tvær umferðir rákust saman, og einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Hann var mældur á 124 km hraða.